Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hefur Ríkiskaup óskað eftir frekari frest til að svara tilboði Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar í rekstur og smíði Bakkafjöruferju. Eyjamenn skiluðu inn tilboði í síðustu viku og var svarfrestur gefinn fram að hádegi á þriðjudaginn síðasta. Ríkiskaup óskuðu eftir frest fram á hádegi í dag sem síðar var framlengdur fram yfir ríkisstjórnarfund á morgun en þar mun Kristján L. Möller, samgönguráðherra leggja fram tillögur sínar.