Bæjarráð Vestmannaeyja skorar á samgönguráðherra og ríkisstjórn Íslands að gæta hagsmuna Vestmannaeyinga í ákvörðunum er tengjast samgöngum við Vestmannaeyjar. Þá hvetur bæjarráð samgönguráðherra og ríkisstjórn til að varast vítin hvað varðar kostnaðarmat ráðgjafa um smíði og endurgerð ferja. Krafa bæjarráðs er að væntanleg ferja hefji siglingar í Landeyjahöfn 1. júlí 2010. Þá gerir bæjarráð einnig kröfu um að ferjan beri að lágmarki 400 farþega og 68 bíla auk þess að mönnun um borð taki mið af því þjónustustigi, sem eðlilegt er að gera í siglingum milli lands og Eyja.