SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu stóð nú í þriðja sinn að vali á Stofnun ársins. Könnunin átti sér stað meðal félagsmanna SFR á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað. Í flokki minni stofnana trónir embætti Skattrannsóknarstjóra með 4.64 í heildareinkunn. Á listanum eru 54 stofnanir. Embætti Sýslumannsins í Vestmannaeyjum er þar í 22. sæti með 4.04 í heildareinkunn.