Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag, að engin ákvörðun hefði verið tekin um málefni nýrrar Vestmannaeyjaferju. Kristján sagði, að verið væri að fara yfir málið í samgönguráðuneytinu en ljóst væri, að útboð vegna ferjunnar hefði verið á óheppilegum tíma og fjármagnskostnaður hefði hækkað mikið.