Sementssala án stóriðju virðist vera að aukast en fram kemur í hagvísum Seðlabankans í dag, að ársvöxtur sölunnar í mánuðinum nam tæplega 35%.

Á fyrsta fjórðungi ársins var hins vegar 1% samdráttur í sementssölu miðað við sama tímabil í fyrra.

Seðlabankinn segir, að helstu vísbendingar um eftirspurn bendi til að áfram hafi hægt á vextinum í apríl. Nýskráningum bifreiða fækkaði milli ára í apríl annan mánuðinn í röð, um tæplega 37%.