Þessa dagana er að koma í bókabúðir landsins, bók eftir Sigurgeir Jónsson frá Þorlaugargerði, sem ber nafnið Viðurnefni í Vestmannaeyjum. Í formála bókarinnar segir Sigurgeir, að mörg viðurnefni hafi niðrandi merkingu, og oft hafi þau verið gefin af illgirni og öfund. Sum viðurnefni hafa þó orðið að einkennum heilla ætta á jákvæðum nótum, svo sem Vídó-viðurnefnið, sem sú fjölskylda öll notar og er stolt af. Þau hafa meira að segja sótt um til mannanafnanefndar að fá að nota þetta viðurnefni sem skírnarnafn en fengið synjun. Hér eru nokkur viðurnefni úr bók Sigurgeirs, með skýringum.