Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að halda hátíðarfund bæjarstjórnar og UNGSÁ, Ungmennaráðs sveitarfélagsins Árborgar, þann 7. júní.

Tilefnið er að þann dag verða liðin 10 ár frá því fyrsti bæjarstjórnarfundurinn var haldinn í Árborg. Fundarefnið verður málefni ungs fólks í Árborg.