Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og ekkert alvarlegt sem kom uppá þrátt fyrir nokkurn fjölda fólks í bænum um helgina og fjölda Evróvisionpartýa víðs vegar um bæinn. Sl. laugardagskvöld héldu ungmenni sem voru að ljúka 10. bekk upp á áfangann með varðeldi og skemmtun við Hrafnakletta. Fór sú skemmtun að mestu leyti ágætlega fram en þar munu hafa verið um 60 ungmenni samankomin.