Magnús Skúlason yfirgeðlæknir á Sogni segist ekki vera á leiðinni í meðferð eins og kom fram í fréttum Rúv í hádeginu.

Í Fréttablaðinu í morgun er sagt frá því að landlæknisembættið sé með til rannsóknar mál þar sem Magnúsi er gert að sök að hafa ávísað ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirrar vitundar. Magnús vill lítið tjá sig um málið en segist vera að meta stöðuna og gera viðeigandi ráðstafanir.