Allt bendir til þess að tillaga samgönguráðherra um væntanlega ferju vegna Landeyjahafnar verði lögð fyrir ríkisstjórnarfund sem haldinn verður núna klukkan hálf tíu. Ekki hefur tekist að afla upplýsinga um innihald tillögunnar en samkvæmt heimildum verður tilboði Eyjamanna hafnað.