Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis í 4:0-sigri íslenska landsliðsins á útivelli gegn Serbíu í dag í undankeppni Evrópumótsins. Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir bættu við mörkum fyrir Ísland sem á enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins á næsta ári í Finnlandi. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is, beint frá Serbíu.