Átján skemmtiferðaskip koma til Vestmannaeyja í sumar, sem er töluverð fjölgun frá því sem verið hefur undanfarin ár þegar um tíu skip hafa að jafnaði komið yfir sumarið. Að sögn Andrésar Sigurðssonar, hafnsögumanns í Vestmannaeyjum, er ekki gert ráð fyrir að um tilfallandi fjölgun sé að ræða. Samkvæmt upplýsingum 24 stunda verður ekki sambærileg fjölgun skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar og Akureyrar.