Landnámsdagur verður haldinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi nk. laugardag. Meðal annars verður dagskrá í Þjóðveldisbænum.
Opið hús verður á tveimur bæjum í sveitinni, Reykjahlíð og Skaftholti, frá kl. 10 til 12. Landgræðslan og Skógræktin bjóða upp á gönguferðir og sérfræðingur frá Fornleifavernd ríkisins verður við bæjarrústirnar að Stöng kl. 11 til 13.