Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að aðgerðir viðbragðsaðila í tengslum við jarðskjálftana í gær hafi heppnast mjög vel. Hann segir að fullt traust hafi ríkt á milli allra aðila sem komu að björgunarstarfi. Á innan við klukkustund hafi verið byrjað að koma fólki til hjálpar.
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Björn hélt ásamt fulltrúum ríkislögreglustjóra í dag.