Samkvæmt nokkuð öruggum heimildum Eyjafrétta mun ekki verða tekin ákvörðun varðandi tilboð Vinnslustöðvar og Vestmannaeyjabæjar í rekstur og smíði Bakkafjöruferju á fundi ríkisstjórnarinnar sem nú er að hefjast. Ríkiskaup hafa enn á ný beðið um frest til að svara tilboði heimamanna og hefur hið opinbera nú frest til klukkan 16 föstudaginn 6. júní.