Bæjarráð Vestmannaeyja fagnar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þess efnis staðið verði við þau loforð að ný og öflug farþega- og bílaferja hefji siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar 1. júlí 2010. Samgöngur við Vestmannaeyjar byggjast að langmestu leyti á samgöngum á sjó og því afar mikilvægt að vel takist til við þessa mikilvægu framkvæmd. Þá lýsir bæjarrá ánægju sinni með að Alþingi samþykkti frumvarp um Landeyjahöfn áður en þingstörfum var frestað í síðustu nótt.