Vínbúðir á Selfossi og Hveragerði lokaðar í dag
Lokað verður í dag í Vínbúðunum á Selfossi og í Hveragerði vegna rasks sem varð af völdum jarðskjálftans í gær. Báðar búðirnar eru illa farnar og mikið brotið. (meira…)
Jói danski heldur upp á 80 ára afmælið í dag

Kæru vinir!Í tilefni af 80 ára afmælisdegi mínum þá langar mig að bjóða ykkur að þiggja kaffi í sal Eyjabústaða föstudaginn 30 maíFrá kl 16.00 – 19.00 Gaman væri að sjá sem flesta. Jói Danski. (meira…)
Engin niðurstaða í dag?

Samkvæmt nokkuð öruggum heimildum Eyjafrétta mun ekki verða tekin ákvörðun varðandi tilboð Vinnslustöðvar og Vestmannaeyjabæjar í rekstur og smíði Bakkafjöruferju á fundi ríkisstjórnarinnar sem nú er að hefjast. Ríkiskaup hafa enn á ný beðið um frest til að svara tilboði heimamanna og hefur hið opinbera nú frest til klukkan 16 föstudaginn 6. júní. (meira…)
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja kemur út í dag

Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008, 58 árgangur, kemur út í dag, fimmtudaginn 29. maí. Blaðið er eins og síðustu ár undir dyggri ritsjótn Friðriks Ásmundssonar frá Löndum. (meira…)