Bæjarstjórn Hveragerðis vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra björgunar- og viðbragðsaðila sem aðstoðað hafa bæjarbúa í þeim atburðum sem dunið hafa yfir að undanförnu. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar.

Jafnframt vill bæjarstjórnin þakka starfsmönnum bæjarins og öllum bæjarbúum það æðruleysi og yfirvegun sem fólk hefur sýnt vegna skjálftanna og afleiðinga þeirra