Búast má við vöruskorti fram eftir vikunni vegna skemmda á búnaði í starfsstöð MS á Selfossi í jarðskjálftunum á fimmtudag.

Starfsemin á Selfossi verður rekin með takmörkuðum afköstum fram eftir vikunni eða þar til viðgerðir hafa farið fram. Einkum eru það skyrtegundir sem má búast við skorti á.