Almannavarnir vara fólk við að vera við hlíðar Ingólfsfjalls og nálægra fjalla.

Fjölmargir smáskjálftar hafa mælst eftir að skjálfti upp á 4,3 til 4,5 mældist í Hjallahverfi undir suðurhlíðum Hellisheiðar um klukkan hálf sjö í gærkvöldi.

Annar upp á 3,3 mældist skömmu síðar, en hinir hafa allir verið mun vægari. Skjálftinn í gærkvöldi, sem átti upptök talsvert vestar en stóri skjálftinn á fimmtudag, fannst allt til Grindavíkur.