Lið ÍBV verður í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslit Visabikarkeppninnar en í kvöld lögðu Eyjamenn ÍR að velli. Það var þó ekki nema rétt svo að ÍBV hafði því því eftir framlengdan leik varð niðurstaðan 3:2 sigur ÍBV en ÍR-ingar voru lengi vel yfir í síðari hálfleik 1:2. Það var Atli Heimisson sem skoraði sigurmark ÍBV á 14 mínútu í fyrri hálfleik framlengingarinnar en ÍR-ingar voru síst lakara liðið í kvöld.