Þórður Jónsteinsson, sem olli slysinu þar sem hin 5 ára Svandís Þula Ásgeirsdóttir lét lífið, bróðir hennar Nóni Sær lamaðist og Ásgeir Jón Einarsson, sem var með Þórði í bíl, lét einnig lífið, segist í samtali við DV ekki hafa ástæðu til að iðrast.

Þórður hefur verið tekinn níu sinnum fyrir umferðarlagabrot eftir slysið. Fyrir slysið var hann búinn að missa bílprófið vegna ofsaaksturs. Slysið vakti hörð viðbrögð hjá þjóðinni og var meðal annars rætt á Alþingi.