Arnsteinn Ingi Jóhannsson hefur verið ráðinn í afleysingastöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar. Jón Pétursson, framkvæmdar­stjóri fjöl­skyldu- og fræðslusviðs Vest­mannaeyjabæjar, sagði að fimm hefðu sótt um stöðuna en um tímabundna ráðningu væri að ræða vegna veikindaleyfis for­stöðu­­manns.