Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði í kvöld eitt marka Vålerenga þegar liðið lagði botnlið Ham Kam í norsku úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Vålerenga. Lokatölur urðu 3:0 en Gunnar Heiðar skoraði annað mark liðsins. Vålerenga er komið með 14 stig eftir tíu leiki og er í sjötta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Hægt er að sjá myndband af marki Gunnars Heiðars hér að neðan en markið er glæsilegt.