Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF sótti slasaðan sjómann um borð í Drangavík VE 80 í gær­kvöldi og flutti á Borgarspítala Háskólasjúkrahús í Reykjavík. Birgir Stefánsson, stýrimaður á Drangavík, sagði skipverjann hafa klemmst illa á keðju og tók fram­an af tveimur fingrum vinstri ­handar, vísifingri og löngutöng.