Eyjamenn halda áfram sigurgöngu sinni í sumar en í kvöld tóku strákarnir á móti Fjarðarbyggð á Hásteinsvellinum. ÍBV hafði til þessa unnið fyrstu fjóra leikina með sömu markatölunni, 2:0 en þó voru heimamenn hæfilega bjartsýnir fyrir leikinn enda Fjarðarbyggð í þriðja sæti deildarinnar og höfðu ekki tapað leik. Auk þess vantaði eina fimm leikmenn í byrjunarlið ÍBV en það kom þó ekki í veg fyrir sanngjarnan 3:0 sigur ÍBV, sem var síst of stór.