Það er frekar hart í ári hjá leiguliðum þessa dagana og ég var að fá þær fréttir af suðurnesjunum, að þar stefni í fjölda gjaldþrot margra minni útgerðarmanna og m.a. hringdi í mig maður í dag, sem hefur verið að beita á suðurnesjunum, til að reyna að selja mér nokkur línubjóð, sem var það eina sem hann gat fengið upp í það sem hann átti inni hjá útgerðinni, því útgerðin var farin á hausinn og sagði mér m.a. dæmi um útgerðarmann, sem fór á sjó fyrir nokkru síðan, fiskaði 4,5 tonn, mest þorsk, en þegar útgerðarmaðurinn hafði borgað leiguna, beitninguna, beituna og olíuna, þá stóðu eftir aðeins innan við 100 þús. krónur fyrir gjöldum og leigu á húsnæði og var þetta samt einn af betri róðrum hjá þessum manni.