Fyrir örfáum mínútum fannst fyrir jarðskjálfta í Hveragerði.

Heimamenn sem DV ræddi við telja að hann sé á bilinu 3 til 4 á Richter. Þórunn J. Sigurðardóttir er íbúi við Kambahraun ásamt fjölskyldu. ,,Það heyrðist glamur úr skápum og gler titraði. Manni er hætt að bregða við svona lagað. Við erum búin að ganga þannig frá brotthættum nunum að mikið þarf til að eitthvað fari úrskeiðis, segir Þórunn. Hún segist taka skjálftunum af rósemi.

Af.: www.dv.is