Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. Eyjamenn unnu góðan sigur á Fjarðarbyggð og hefur liðið ekki enn fengið á sig mark í sumar.
Leiknir og Víkingúr Ólafsvík gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik. Selfyssingar unnu Hauka með tveimur mörkum frá Sævari Þór Gíslasyni undir lok leiksins.
KS/Leiftur og Víkíngur Reykjavík gerðu jafntefli fyrir Norðan og Stjarnan vann góðan sigur á Þór. Loks vann Njarðvík góðan sigur á KA.