Karlalið ÍBV tekur á móti Fjarðarbyggð á Hásteinsvellinum í kvöld í 5. umferð 1. deildar Íslandsmótsins. Leikur liðanna hefst klukkan 19.00 en Eyjamenn eru sem fyrr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og markatöluna 8:0 eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Fjarðarbyggð er í þriðja sæti, hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli og má því búast við hörkuviðureign í kvöld. Aðalmarkaskorari ÍBV liðsins, Atli Heimisson er hins vegar nokkuð brattur fyrir leikinn.