KFS tók á móti Ægi í 3. deild karla en KFS hefur ekki farið vel af stað í sumar og tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum. Eyjamenn náðu þó að snúa gengi liðsins við í dag og lögðu Ægi 3:2 í leik þar sem veðrið spilaði allt of stór hlutverk. Stöðug rigning var á meðan leiknum stóð og var völlurinn mjög blautur auk þess sem austan rokið réði öllu um hvert boltinn fór.