Maí s.l. var hlýr og góðviðrasamur, ólíkt því sem verið hefur á undanförnum árum að því er fram kemur í yfirlit um tíðarfarið í maí frá Veðurstofunni. Meðalhiti í Reykjvík var 8,6 stig og er það 2,3 stigum ofan meðallags. Þetta er hlýjasti maí í Reykjavík frá 1960 að telja og sá þriðji hlýjasti frá upphafi mælinga eftir að tekið hefur verið tillit til flutninga veðurstöðvarinnar um bæinn. Nokkru hlýrra var í maí 1935, en ámóta hlýtt var í nokkrum maímánuðum öðrum á árunum 1928 til 1941.