Atli Heimisson leikmaður ÍBV hefur vakið áhuga liða á Norðurlöndunum með frammistöðu sinni með ÍBV á þessari leiktíð. Atli hefur skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í 1.deildinni og eitt mark í einum leik í VISA-bikarnum. Atli hefur verið lykilmaður hjá ÍBV í sumar sem hefur unnið alla fimm leiki sína, hafa skorað 11 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta.