Það var svoldið gaman að lesa og horfa á frétt frá síldveiðum inni á Vísi.is í gær. Ég hafði á laugardagsmorgninum hringt um borð í Guðmund VE, eins og ég geri oft á meðan ég drekk morgunkaffið, og fékk þær fréttir að það væri svona jöfn veiði. Sem sagt ekkert mok en ekki heldur neinn alger skaufi. Ég fékk svo spurningu frá félaga mínum í gegnum MSN um það hvort það væri alger mokveiði á síldinni. Ég sagði svo ekki vera, en það væri svona allt í lagi veiði. Hann benti mér þá á frétt inni á Vísi.is um síldveiðarnar sem sagði frá ævintýralegu fiskiríi.