Lögreglan á Selfossi fann á sunnudagsmorgun rauða Peugeot-bifreið sem stolið var á Selfossi á föstudagskvöld. Bifreiðin, sem fannst við Félagslund í Flóahreppi, hafði verið töluvert skemmd og höfðu allir hjólbarðar hennar verið sprengdir.

Lögreglan biður þá sem geta veitt upplýsingar um hvarf bifreiðarinnar að hafa samband í síma 480-1010