Í kvöld sækja Eyjamenn Víking heim í sjöttu umferð 1. deildar karla en leikurinn hefst klukkan 18.30. ÍBV hefur unnið fyrstu fimm leiki sína og auk þess ekki fengið á sig mark á meðan Víkingar, sem flestir spáðu góðu gengi í sumar, hafa verið í basli og eru í fimmta sæti, með tvo leiki unna, tvo tapaða og eitt jafntefli. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV segir alla pressu vera á Víkingum þar sem þeir verði að vinna í kvöld.