Á fundi orkuráðs á Hótel Klaustri á Kirkjubæjarklaustri sl. laugardag var úthlutað samtals 172 milljónum til jarðhitaleitar á 29 stöðum þar sem ekki nýtur hitaveitu.

Miðað við kostnaðaráætlanir umsækjenda verður á næstunni starfað við jarðhitaleit fyrir nær 300 milljónir króna.