Sundlaugin í Laugaskarði á 70 ára afmæli um þessar mundir.
Vatni var hleypt í laugina 6. júní 1938 eftir mikið þrekvirki stórhuga manna sem höfðu unnið að byggingunni í sjálfboðavinnu.

Af því tilefni gerum við okkur glaðan dag laugardaginn 14. júní. Gestum verður boðið upp á tertu. Sögu- og ljósmyndasýning verður andyri í tilefni afmælisins.
Sýningin verður opin í sumar.