Nýtt skip Fróði ll ÁR 38 var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð í morgun til Þorlákshafnar.

Aflinn var 54 kör af humri og um 30 kör af fiski.

Fróði ll kemur í stað hins mikla aflaskips frá Stokkseyri Fróði ÁR 33 sem er aflahæsta skipið á yfirstandandi humarvertíð og greint hefur verið frá reglulega hér á fréttavefnum.