Heimir Hallgrímsson þjálfari Eyjamanna var sáttur með sigur sinna manna gegn Víkingi í kvöld en var ekki ánægður með spilamensku liðsins. „Ég er ánægður með að fá þrjú stig gegn Víkingi sem var spáð efsta sætinu en þetta var arfaslakur leikur hjá okkur og bara leikurinn í heild sinni,“ sagði Heimir í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.