Sundhöll Selfoss opnar í fullri virkni á morgun fimmtudaginn 12. júní.

Pottarnir hafa verið opnir síðustu daga sem og innilaugin. Á morgun komast því útilaugin og barnalaugin í gagnið aftur.

Þetta eru mikil gleðitíðindi enda er veðurspáin góð fyrir morgundaginn sem og næstu daga.