Fyrir hádegi voru opnuð tilboð í gerð Landeyjahafnar og vegalagningu að höfninni. Fjögur tilboð bárust og voru öll undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 3,1 milljarða. Suðurverk var með lægsta tilboðið, 1,87 milljarða, Klæðning bauð 2,9 milljarða, Ístak var með frávikstilboð upp á 2,29 milljarða en aðaltilboðið var 2,49 milljarðar.