Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi hafi lögreglan fylgst náið með húsum á svæðinu.

,,Við höfum fylgst með húsum þar sem við vitum að einhverjir gætu reynt að nýta sér aðstæður og við viljum reyna að koma í veg fyrir það. Við fylgjumst alltaf vel með en ennfrekar núna. Sér í lagi auðum húsum, segir Ólafur Helgi.