Tilboð í gerð Landeyjahafnar og veg að henni verða opnuð klukkan 11.00 í dag, fimmtudag. Margir hafa sótt gögn en framkvæmdir eiga að hefj­ast í sumar og á að vera lokið sumarið 2010. Upphaflega kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á tæpa fjóra milljarða en Sigurður Jóhannsson, deildar­stjóri framkvæmda hjá Vegagerð­inni, sagði að endanleg kostn­aðar­áætlun yrði birt um leið og tilboð verða opnuð. Hann sagðist ekki gera sér grein fyrir því hve mörg tilboð berist en segir áhugann mikinn.