Tilboð í gerð Landeyjahafnar og veg að henni verða opnuð klukkan 11.00 í dag, fimmtudag. Margir hafa sótt gögn en framkvæmdir eiga að hefjast í sumar og á að vera lokið sumarið 2010. Upphaflega kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á tæpa fjóra milljarða en Sigurður Jóhannsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Vegagerðinni, sagði að endanleg kostnaðaráætlun yrði birt um leið og tilboð verða opnuð. Hann sagðist ekki gera sér grein fyrir því hve mörg tilboð berist en segir áhugann mikinn.