ÞÓTT ekki hafi verið tekin um það formleg ákvörðun virðist blasa við að ríkisvaldið hefur lagt áform um að reisa fangelsi á Hólmsheiði á hilluna. Fangelsið á Hólmsheiði átti að rúma 64 fanga en í stað þess er nú stefnt að því að reisa fangelsi á höfuðborgarsvæðinu með um 30 fangaklefum sem yrði sambyggt nýjum aðalstöðvum lögreglunnar. Þar að auki yrði klefum á Litla-Hrauni fjölgað um 30 eða þar um bil.

Morgunblaðið greinir frá.