Í fyrramálið eða klukkan 5.00 á laugardagsmorgun hefst hringferð nokkurra Eyjamanna en áætlað er að sigla hringinn í kringum landið á tuðrum. Ferðin er styrktarverkefni fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra en áætlað er að hringferðinni verði lokið á goslokahátíðinni 4. júlí.