Hafrannsóknastofnun segir, að í nýafstöðnum vorleiðangri rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar hafi komið í ljós, að mikil áta var víðast hvar í kringum landið, einkum úti fyrir Suðurströndinni. Þá voru hiti og selta yfir langtímameðaltali sunnan og vestan við land og undir eða nærri því fyrir norðan.