Um fimmleytið í morgun lagði sex manna hópur Eyjamanna af stað hringinn í kringum landið á tveimur tuðrum en auk þess munu tveir í viðbót fylgja hópnum landleiðina á bíl en verkefnið heitir Kraftur í kringum Ísland og er til styrktar félaginu Krafti. Hringfararnir fengu ágætis veður í upphafi ferðar, smá gjóla og einhver sjór en vel sjófært fyrir vel útbúna menn.