Tuðruferðin Kraftur í kringum Ísland gekk vel en ferðalangarnir kláruðu fyrsta legg ferðarinnar í dag, frá Vestmannaeyjum og til Reykjavíkur. Fall er fararheill segir einhversstaðar og vonandi á það við um ferð hópsins því önnur tuðran af tveimur skemmdist nokkuð rétt fyrir utan Reykjavík og þarfnast talsverðar lagfæringar. Allir komust þó heilu á höldnu í land og verður ferðinni haldið áfram 17. júní.