Karlalið ÍBV tekur á móti KA á Hásteinsvelli í dag í 7. umferð 1. deildar karla. Eyjamenn unnu góðan útisigur í síðustu umferð gegn Víkingi R. og eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og markatalan er ekki amaleg, 11 mörk skoruð og aðeins eitt fengið á sig. KA hefur gengið misjafnlega, liðið hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og tapað tveimur en KA-menn hafa leikið fjóra heimaleiki en töpuðu báðum útileikjunum.